You are on page 1of 1

Áskorun til forsætisráðherra

10 ár frá hruni!
Í október 2018 verða

Það er löngu kominn tími


til að heimilin fái að njóta vafans...

og losni úr klóm fjármálafyrirtækja!


Hagsmunasamtök heimilanna hafa skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra
að láta vinna rannsóknarskýrslu um það sem gert var eftir hrun

Skipa þarf rannsóknarnefnd til að rannsaka afleiðingar bankahrunsins á heimili landsins


Rannsaka þarf:
- Stofnun nýju bankanna og yfirfærslu lánasafna gömlu bankanna til þeirra
- Afhendingu stórra eignarhluta í bönkunum til þrotabúa föllnu bankanna
- Úrlausnir mála vegna ólöglegra lánaskilmála og framferðis kröfuhafa
- Hversu margar fjölskyldur hafa verið sviptar heimilum sínum frá hruninu
- Hversu margar fjölskyldur voru hraktar að ósekju út á vonlausan leigumarkað
og hver staða húsnæðismála væri núna ef það hefði ekki verið gert
- Greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara sem hefur reynst mörgum illa
- Ólöglegar vörslusviptingar ökutækja á grundvelli ólöglegra krafna
- Skort á samráði við fulltrúa neytenda og samtök þeirra

* Slík rannsókn myndi efla traust almennings á stjórnsýslunni og auka gagnsæi

Samtökin benda enn fremur á að:


- Verðtrygging húsnæðislána er skaðleg og hana er einfalt að afnema
- Málsmeðferð við nauðungarsölur og aðfarir brýtur í bága við mannréttindi
- Gengistryggð lán hafa ekki enn verið leiðrétt í samræmi við neytendarétt
- Úrvinnsla slíkra mála hingað til hefur brotið í bága við stjórnarskrárvarin réttindi neytenda
og skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum
- Alþingi og dómstólar hafa verið blekkt af málflytjendum fjármálafyrirtækja
- Endurskoða þarf þær breytingar sem gerðar voru á vaxtalögum með lögum nr. 151/2010
neytendum í óhag, og stöðva aðfarir á hendur heimilum á meðan

Það er víða pottur brotinn í málefnum neytenda og lántakenda


og staða þeirra gagnvart bönkunum, stjórnsýslunni
og dómskerfinu er vægast sagt bágborin.

Þúsundir fjölskyldna þurfa á því að halda að staða þeirra


verði styrkt og að þær njóti verndar fyrir því að
lög- og stjórnarskrárvarin réttindi séu brotin á þeim.

Almenningur er ekki fóður fyrir bankana

You might also like