You are on page 1of 33

ÁRSSKÝRSLA​ 2018-2019

-​ fyrir aðalfund​ -
Reykjavík, 26. febrúar 2019
11. aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019
Haldinn á Hótel Cabin, við Borgartún 32, þann 26. febrúar kl. 20:00

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
Dagskrá​:

1. Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning


2. Skýrsla stjórnar: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður
3. Reikningar samtakanna: Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri
4. Tillaga stjórnar um ákvörðun félagsgjalda
5. Kosning 7 aðalmanna í stjórn
6. Kosning 3-7 varamanna í stjórn
7. Kosning skoðunarmanna
8. Önnur mál

FRÁFARANDI STJÓRN 2018-2019


Aðalstjórn:​ Ásthildur Lóa Þórsdóttir (formaður), Vilhjálmur Bjarnason (varaformaður), Guðrún B.
Harðardóttir (gjaldkeri), Einar Valur Ingimundarson (ritari), Hafþór Ólafsson, Sigríður Örlygsdóttir og
Þórarinn Einarsson.*

Varastjórn:​ Sigurbjörn Vopni Björnsson, Björn Kristján Arnarson, Ragnar Unnarsson, Jóhann Rúnar
Sigurðsson, Guðrún Indriðadóttir, Stefán Stefánsson og Róbert Þ Bender.

* Sigurbjörn Vopni var kosinn í aðalstjórn á aðalfundi 2018 en Þórarinn tók sæti hans í aðalstjórn á haustmánuðum 2018.
TILLAGA UM FÉLAGSGJÖLD 2019
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna leggur til að félagsgjöld 2019 verði 4.900 krónur.

FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR 2019


Framboð til aðalstjórnar:

☐ Ásthildur Lóa Þórsdóttir ☐ Einar Valur Ingimundarson ☐ Guðrún B. Harðardóttir

☐ Guðrún Indriðadóttir ☐ Hafþór Ólafsson ☐ Róbert Þ Bender

☐ Vilhjálmur Bjarnason

Framboð til varastjórnar:

☐ Björn Kristján Arnarson ☐ Ragnar Unnarsson ☐ Sigríður Örlygsdóttir

☐ Sigurbjörn Vopni Björnsson ☐ Stefán Stefánsson ☐ Þórarinn Einarsson

TILNEFNING SKOÐUNARMANNA 2019


Skoðunarmenn reikninga gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi 2019:

☐ Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir

☐ Sólveig Sigurgeirsdóttir
SKÝRSLA STJÓRNAR 2019
Skýrsla stjórnar tíunda starfsár Hagsmunasamtaka heimilanna, 20. febrúar 2018 til 26. febrúar
2019, fyrir 11. aðalfund samtakanna, 26. febrúar 2019.

Þann 15. janúar síðastliðinn voru 10 ár liðin frá stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna.
Venjulega er afmælum fagnað og vissulega er ástæða til að fagna því að Hagsmunasamtökin séu enn
til staðar og enn að styrkjast nú þegar þau ná 10 ára aldrinum. Engu að síður er það sorglegt að
samtök eins og Hagsmunasamtök heimilanna þurfi yfirleitt að vera til.

Það er ekkert eðlilegt við það að rúmlega 10 árum síðar sé ekki enn búið að gera upp hrunið og enn
þá þurfi að að berjast fyrir þeim sjálfsagða hlut að lög- og stjórnarskrár varin réttindi almennings á
fjármálamarkaði séu virt.

Það er staðfest að að minnsta kosti 10.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín á nauðungaruppboðum
frá hruni og við vitum að þær eru mun fleiri. Varlega áætlað teljum við að um 15.000 heimili sé ræða
eða um 45.000 manns.

Og enn berjast Hagsmunasamtökin, því tregða stjórnvalda til að viðurkenna tjón heimilanna er mikil
og á bak við þessa tregðu eru sterk öfl.

Barátta Hagsmunasamtakanna hefur ekki farið fram með hávaða og látum, en hún er engu að síður
mikil og öflug eins og sjá má bæði í annál og skýrslu stjórnar.

Að koma málstaðnum á framfæri

Til að koma málstað okkar á framfæri eru fulltrúar Hagsmunasamtakanna tilbúnir til að mæta á fundi
með hverjum þeim sem vill við okkur tala ef við teljum það hafa eitthvað að segja fyrir baráttuna fyrir
hagsmunum heimilanna.

Við höfum átt marga fundi með ráðherrum, alþingismönnum, þingflokkum og verkalýðsforingjum,
ásamt því að funda með alls kyns nefndum sem fjalla um málefni sem snerta hag heimilanna. Þar
höfum við komið sjónarmiðum okkar á framfæri og átt góðar umræður.

Oftar en ekki eru þessir fundir að okkar frumkvæði og þess eru dæmi að við höfum beint kvörtunum
til Umboðsmanns Alþingis ef beiðnum okkar um áheyrn hefur ekki verið svarað.

Fyrir utan það að mæta á fundi með þeim sem ​vilja​ tala við okkur, mæta stjórnarmenn jafnvel líka
hjá þeim sem vilja það ​ekki​.

Nokkrir úr stjórninni mættu t.d. á ráðstefnuna„Hrunið þið munið“ sem var haldin í Háskóla Íslands til
að minnast hrunsins, sem háskólamenn töldu greinilega hætta á að fólk væri búið að gleyma.
Hagsmunasamtökunum var ​ekki​ boðin þátttaka í þessari ráðstefnu, frekar en öðrum fulltrúum
neytenda eða heimilanna.

Við nýttum okkur hins vegar fyrirspurnatíma til að láta í okkur heyra og eins og Styrmir Gunnarsson
fyrrverandi ritstjóri orðaði það, þá „brá“ fólki. Málstaður heimilanna virðist ekki hafa átt að heyrast á
þessari fínu ráðstefnu.

Málstaður Hagsmunasamtakanna hefur einnig átt erfitt uppdráttar innan ráðuneytanna.


Hagsmunasamtökin hafa ítrekað sóst eftir að komast í nefndir á vegum ríkisins, enda hlýtur það að
vera réttlætismál að talsmenn eða samtök neytenda fái jafnan aðgang að nefndum á vegum
stjórnvalda og fjármálafyrirtækin. Síðast þegar það var talið var staðan 28 – 0 og í þeirri stöðu er
leikurinn vægast sagt ójafn.

Það er því ánægjulegt, og mikil framför, að Hagsmunasamtökin hafi átt fulltrúa í einni nefnd á
undanförnu starfsári. Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur og starfsmaður samtakanna var skipaður
af ráðherra neytendamála í starfshóp um smálánastarfsemi, sem skilaði nýlega frá sér skýrslu.

Umsagnir og athugasemdir við löggjöf

Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt áherslu á að senda frá sér umsagnir til Alþingis um þau mál
sem snerta heimilin í víðum skilningi og á þessu starfsári eru þær orðnar 32 talsins. Meðal annars um
valfrjálsa bókun við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ráðherraábyrgð, endurupptökudómstól, og
að sjálfsögðu, um afnám húsnæðisliðar vísitölu til verðtryggingar, svo örfá dæmi séu nefnd.

Þegar sú sem hér talar mætti nýlega á fjölmennan fund sem fjármálaráðherra hélt í Valhöll vegna
Hvítbókar, kom fram í svari eins nefndarmanns við fyrirspurn minni, að einungis ein umsögn væri þá
kominn inn á samráðsgáttina, og að hún væri frá Hagsmunasamtökum heimilanna.
Ánægjulegt var að heyra það sagt frammi fyrir fullum sal í Valhöll.

Auk þess höfum við sent frá okkur einar 10 fréttatilkynningar, skrifað fjölda greina og mætt í viðtöl.
Einnig höfðu þó nokkuð margir erlendir fjölmiðlar samband á árinu og tóku viðtöl við stjórnarmenn.

Starfið á liðnu ári

Á liðnu ári hefur stjórn Hagsmunasamtakanna fundað vikulega, nema yfir hásumarið og jólin.

Fundir stjórnar hafa verið 40 yfir árið og ég vil nota tækifærið og þakka öllum stjórnarmönnum fyrir
vel unnin störf.

Tengsl við félagsmenn eru mikilvæg og fréttabréf eru send út svo til í hverjum mánuði.

Því miður hafa mánaðarlegir fundir með félagsmönnum að stórum hluta fallið niður í vetur þar sem
fundarstaðnum okkar var lokað og erfitt hefur reynst að finna nýjan stað á skaplegu verði. Ekki er
heldur vitað hvort sá staður verði áfram í boði, þannig að óljóst er með framhaldið.
Persónulega finnst mér þessir fundir vera mikilvægir og vil mikið til vinna að halda þeim áfram og ég
veit að svo er með fleiri stjórnarmenn. En félagsmenn hafa ekki mikið nýtt sér það að mæta á
fundina, og aukist kostnaður við þá, verður að skoða hvort hægt sé að réttlæta hann.

Þetta er eitt af því sem ný stjórn þarf að taka ákvörðun um.

Kjarninn í stefnu samtakanna

Á fundi sínum þann 22. mars 2018 samþykkti stjórn samtakanna stefnu í fimm liðum. Að sjálfsögðu
er þarna um mikla einföldun að ræða, en við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og það eru mörg
mál sem Hagsmunasamtökin myndu vilja takast á við og auðvelt að sogast inn í “baráttu annarra”.
Það hefur því reynst vel að hafa viðmið um hvað séu í raun okkar mál og hvað ekki. Málin sem við
látum til okkar taka verða að falla undir einhver þessara fimm atriða.
Kjarninn í stefnu samtakanna er:

1. Barátta gegn verðtryggingu lána heimilanna.


2. Leiðréttingar á verðtryggðum og gengistryggðum lánum heimilanna til samræmis við
neytendarétt.
3. Barátta gegn mannréttindabrotum í málsmeðferð skuldamála heimilanna.
4. Rannsókn á aðgerðum sem ráðist var í eftir hrun og afleiðingum þeirra fyrir heimilin.
5. Fundið verði hvað kostar að lifa hófsömu og mannsæmandi lífi og framfærsla verði tryggð til
samræmis við það.

Verðtryggingin

Fyrsta atriðið í stefnu stjórnarinnar er barátta gegn verðtryggingu á lánum heimilanna.


Hagsmunasamtökin hafa frá stofnun sinni haldið því fram að brýnasta hagsmunamál heimilanna sé
afnám okurvaxta og verðtryggingar á lánum þeirra. Það er því sérstakt ánægjuefni að afnám
verðtryggingar skuli vera eitt helsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í dag. Það eitt og sér gefur
tilefni til bjartsýni.

Þegar Hagsmunasamtökin voru stofnuð fyrir 10 árum var ekki nóg með að enginn væri að tala um böl
verðtryggingarinnar, heldur lagðist verkalýðshreyfingin beinlínis gegn því að við henni væri hróflað
og lengi vel voru Hagsmunasamtökin ein á báti í þessari baráttu. Sem betur fer hefur andstaðan við
verðtrygginguna aukist jafnt og þétt á undanförnum árum sem sýnir sig m.a. í því að um 90%
félagsmanna stéttarfélagsins Eflingar vilja nú afnám verðtryggingar lána heimilanna.

Rannsóknarskýrsla heimilanna

Annar, þriðji og fjórði liður stefnu stjórnarinnar snúa að baráttunni gegn mannréttindabrotum í
málsmeðferð skuldamála heimilanna og rannsókn á þeim aðgerðum sem ráðist var í eftir hrun og
afleiðingum þeirra fyrir heimilin.

Það skiptir gríðarlega miklu máli að fram fari rannsókn á þeim aðgerðum sem farið var í eftir hrun.
„Enn ein skýrslan“ segja sumir. Svar okkar við því er að verði ekki gerð skýrsla og brotin gegn
heimilunum dregin fram í dagsljósið, verður ekkert viðurkennt, og verði ekkert viðurkennt, verður
engu breytt og ekkert bætt.

Nokkrar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar eftir hrun. Rannsóknarskýrsla Alþingis um fall
bankanna, Rannsóknarskýrsla um fall sparisjóðanna og Rannsóknarskýrsla um Íbúðalánasjóð. Nú er
kominn tími á Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Sé stjórnmálamönnum alvara í að vilja endurreisa traust í samfélaginu verða þeir að þora að horfast í
augu við eigin aðgerðir og afleiðingar þeirra eftir hrun.
Þeir stjórnmálamenn sem ​ekki​ veita Rannsóknarskýrslu heimilanna stuðning sinn hljóta að þurfa að
rökstyðja þá afstöðu sína. Þjóðin þarf að fá svör.

Skýrsla félagsmálaráðherra

Í haust var lögð fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá félags- og jafnréttismálaráðherra um úttekt á
stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna-, tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun.

Flutningsmaður var Þórunn Egilsdóttir úr Framsóknarflokknum en auk hennar stóðu að


skýrslubeiðninni 12 þingmenn sem skiptust á 5 flokka en það voru Flokkur fólksins, Píratar,
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn, auk Framsóknar.

Þessi breiða pólitíska samstaða er fagnaðarefni og það er ánægjulegt að segja frá því að
Hagsmunasamtökin fengu að hafa áhrif á efnisatriði beiðninnar og erum við sérstaklega ánægð með,
að það eigi að skoða áhrif verðtryggingarinnar á hagkerfið og heimilin.

Ólafur Margeirsson doktor í hagfræði hefur verið fenginn til að leiða þessa vinnu og
Hagsmunasamtökin lýsa yfir ánægju með það og treysta honum fyllilega til verksins.

Skýrsla sem þessi er gríðarlega mikilvæg. Þó hún sé ekki sú Rannsóknarskýrsla heimilanna sem við
höfum verið að kalla eftir, er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á stöðu heimilanna frá
hruni. Það er ekki ólíklegt að niðurstöður hennar muni kalla eftir frekari rannsóknum og ryðja
brautina fyrir Rannsóknarskýrslu heimilanna.

Dómsmál

Þegar réttlæti fæst ekki með öðrum hætti þarf að leita þess fyrir dómstólum og núna er eitt dómsmál
á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir íslenskum dómstólum auk þess sem kæra hefur verið
send til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þann 30. janúar síðastliðinn var loksins, eftir langa bið og mikla vinnu, málflutningur í skaðabótamáli
á vegum Hagsmunasamtakanna vegna verðtryggðra neytendalána gegn íslenska ríkinu.

Málið snýst um að reglur um upplýsingagjöf til neytenda sem tóku verðtryggð lán, voru þverbrotnar
á árunum 1994-2013, þar á meðal í húsnæðislánum frá 2001. Þetta er óumdeilt og var staðfest af
EFTA dómstólnum árið 2014.
Óhætt er að fullyrða að þetta sé stærsta skaðabótamál Íslandssögunnar því flestöll verðtryggð
neytendalán frá því fyrir árið 2013 eru undir í málinu og þau skipta tugum þúsunda.

Dómur kemur á allra næstu dögum. En hvernig sem fer, þá er nokkuð ljóst að málinu muni verða
áfrýjað, þannig að enn er löng og dýr barátta fram undan.

Kæran til Mannréttindadómstóls Evrópu er vegna úrlausnar mála er varða gengistryggð lán af hálfu
íslenskra stjórnvalda og dómstóla.

Með því að víkja sérstökum lögum um neytendalán til hliðar í trássi við skuldbindingar íslenska
ríkisins samkvæmt ​EES samningnum​ og leggja margfalt hærri vexti en um var samið á lán sem voru
með ólöglegri gengistryggingu, voru íslenskir neytendur sviptir mikilvægum grundvallarréttindum
sínum. Kæran byggist á því að með þeim hætti hafi verið brotið gegn þeirri friðhelgi sem eignarréttur
skal njóta samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu.

Ekki er enn ljóst hvort Mannréttindadómstóllinn samþykkir að taka málið til meðferðar.

Að lokum

Það sem hér hefur verið nefnt er engan veginn tæmandi lýsing á starfstíma þessarar stjórnar. Ég lít
stolt til síðasta árs, því eins og sést á annálnum okkar, eru afköst okkar töluverð, ekki síst þegar litið
er til þess að svo til allt er unnið í sjálfboðastarfi með fram annarri vinnu.

Ég hvet félagsmenn til að skoða annál samtakanna til að sjá umfang starfsins. Annállinn telur 263
atriði og ég gerði það að gamni mínu að taka saman í einn lista fundina sem við höfum farið á,
greinar sem við höfum skrifað og umsagnir til Alþingis vegna lagasetninga, auk fréttatilkynninga.

Sá listi telur nær 90 atriði. Það þýðir að við höfum mætt á fund eða sent eitthvað frá okkur þriðja
hvern virkan dag ársins og þá eru ekki meðtaldir stjórnarfundir eða það sem, af einhverjum
ástæðum, ratar ekki inn í annálinn.

Það að réttlætið sé í farvatninu og nái fljótlega fram að ganga, er orðið eins og gömul klisja. En engu
að síður þá verðum við að vona og trúa því til að halda dampi og gefast ekki upp.

Það er greinilegt að andrúmsloftið í þjóðfélaginu er að breytast og Hagsmunasamtökin eiga sinn þátt


í því. Ný verkalýðsforysta hefur sett nokkur okkar helstu baráttumál á oddinn og sem samtök styðjum
við þau að sjálfsögðu til góðra verka.

Það er því meiri tilefni til bjartsýni en oft áður og Hagsmunasamtökin munu ekki láta sitt eftir liggja í
baráttunni fyrir hagsmunum heimilanna. Dropinn holar steininn, vatnið er farið að vætla inn um
sprungurnar, þetta fer allt að koma.

fyrir hönd stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna


Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður
ANNÁLL STJÓRNAR 2018-2019
20.02.2018 Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2018
22.02.2018 Stjórnarfundur HH nr. 6/2018
22.02.2018 Formaður HH veitti styrk Félags- og jafnréttisráðherra viðtöku í Hannesarholti við Grundarstíg.
27.02.2018 HH senda umsögn í samráðsgátt um drög að frumvarpi til ýmissa breytinga á skattalögum
01.03.2018 Stjórnarfundur HH nr. 7/2018
04.03.2018 HH senda félagsmönnum fréttabréf marsmánaðar
05.03.2018 Formaður HH í viðtali í bítið á Bylgjunni um aðfarir stjórnvalda og fjármálafyrirtækja gegn heimilunum
05.03.2018 HH senda frá sér fréttatilkynningu um höfðun skaðabótamáls vegna verðtryggðra neytendalána
05.03.2018 Viðskiptablaðið fjallar um höfðun skaðabótamáls vegna verðtryggðra neytendalána á vegum HH
05.03.2018 Mbl.is fjallar um höfðun skaðabótamáls vegna verðtryggðra neytendalána á vegum HH
05.03.2018 Hringbraut fjallar um höfðun skaðabótamáls vegna verðtryggðra neytendalána á vegum HH
05.03.2018 Kvennablaðið fjallar um höfðun skaðabótamáls vegna verðtryggðra neytendalána á vegum HH
05.03.2018 Eyjan fjallar um höfðun skaðabótamáls vegna verðtryggðra neytendalána á vegum HH
06.03.2018 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík
07.03.2018 Ritari HH í viðtali á Útvarpi Sögu um viðskiptahætti Landsbankans og skringilegar úrlausnir dómstóla
09.03.2018 HH senda Alþingi umsögn um þingsályktunartillögu um upptöku samræmdrar vísitölu neysluverðs
11.03.2018 Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkir ályktun um stuðning við Rannsóknarskýrslu heimilanna
12.03.2018 Kjarninn.is fjallar um ályktun þings Framsóknarflokksins um stuðning við Rannsóknarskýrslu heimilanna
15.03.2018 Stjórnarfundur HH nr. 8/2018
19.03.2018 HH senda frá sér fréttatilkynningu um niðurstöður aðalfundar 2018 og skipan nýrrar stjórnar
20.03.2018 HH senda dómsmálaráðuneytinu umsögn um drög að frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga
21.03.2018 HH senda erindi til verkalýðsleiðtoga með ákalli um samstöðu um áskorun um rannsóknarskýrslu
22.03.2018 Stjórnarfundur HH nr. 9/2018
22.03.2018 HH senda umsögn í samráðsgátt um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um gististaði o.fl.
27.03.2018 Eftirlitstofnun EFTA (ESA) lokar kvörtunarmáli HH vegna verðtryggðra neytendalána með frávísun
27.03.2018 Kjarninn.is fjallar um niðurstöðu ESA í kvörtunarmáli HH vegna verðtryggðra neytendalána
27.03.2018 Ruv.is fjallar um niðurstöðu ESA í kvörtunarmáli HH vegna verðtryggðra neytendalána
27.03.2018 Visir.is fjallar um niðurstöðu ESA í kvörtunarmáli HH vegna verðtryggðra neytendalána
27.03.2018 Greint frá niðurstöðu ESA í kvörtunarmáli HH vegna verðtryggðra neytendalána í hádegisfréttum RÚV
28.03.2018 HH senda félagsmönnum fréttabréf: ​Eftirleikur hrunsins verði rannsakaður
03.04.2018 HH senda frá sér fréttatilkynningu um niðurstöður ESA um kvörtun vegna verðtryggðra lána
03.04.2018 Eyjan.is fjallar um fréttatilkynningu HH um niðurstöður ESA um kvörtun vegna verðtryggðra lána
03.04.2018 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík
05.04.2018 Fulltrúar HH sækja ársfund Seðlabanka Íslands
06.04.2018 HH senda umsögn í samráðsgátt um áform um breytingar á barnalögum (skipting búsetu)
12.04.2018 Stjórnarfundur HH nr. 10/2018
12.04.2018 Undirbúningur hefst að nýrri vefsíðu samtakanna: Neytendatorg Hagsmunasamtaka heimilanna
12.04.2018 Formaður og varaformaður HH í viðtali í þættinum Þjóðbraut á sjónvarpsstöðinni Hringbraut
14.04.2018 HH birta auglýsingu í Fréttablaðinu með áskorun um rannsóknarskýrslu heimilanna
15.04.2018 Stjórnarmenn eiga óformlegan fund með Ólafi Margeirssyni hagfræðingi
17.04.2018 HH senda áskorun um að gerð verði Rannsóknarskýrsla heimilanna til verkalýðshreyfinga o.fl.
17.04.2018 Hringbraut fjallar um áskorun HH um rannsóknarskýrslu heimilanna
18.04.2018 Formaður HH skrifar ádeilugrein um eftirmála hrunsins sem er birt á vefsíðu Fréttablaðsins
19.04.2018 Eyjan/DV fjallar um ádeilugrein formanns HH um eftirmála hrunsins og ábyrgð stjórnvalda
22.04.2018 Blaðamaður frá El País á Spáni tekur viðtal við formann og varaformann HH
26.04.2018 HHliðar funda með formann VR - Ragnari Þór Ingólfssyni
26.04.2018 Stjórnarfundur HH nr. 11/2018
30.04.2018 HH senda erindi til ráðherra neytendamála/ANR vegna starfshóps um úttekt á starfsemi smálánafyrirtækja
02.05.2018 Fulltrúar HH funda með þingflokki Framsóknarflokksins um helstu baráttumál samtakanna
03.05.2018 Formaður HH skrifar grein á visir.is í framhaldi af ádeilugrein um eftirmála hrunsins
03.05.2018 HH stofnar síðu á Facebook um verkefnið; Rannsóknarskýrsla heimilanna
03.05.2018 Stjórnarfundur HH nr. 12/2018
08.05.2018 HH senda félagsmönnum fréttabréf um Rannsóknarskýrslu heimilanna og fleira
09.05.2018 Fulltrúar HH sækja umræðufund um verðtryggð húsnæðislán með fulltrúum Pírata
10.05.2018 Formaður HH skrifar aðra grein grein á visir.is í framhaldi af ádeilugrein um eftirmála hrunsins
15.05.2018 Óformlegur umræðufundur stjórnar HH
15.05.2018 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík
22.05.2018 HH senda erindi til FER vegna starfshóps um mat á forsendum við útreikning verðtryggingar
24.05.2018 Stjórnarfundur HH nr. 13/2018
24.05.2018 ANR óskar eftir tilnefningu fulltrúa HH í starfshóp um starfsumhverfi smálánafyrirtækja
30.05.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp til breytingar á innheimtulögum (félög í eigu lögmanna)
31.05.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um rökstuðning málskostnaðarákvarðana í einkamálum
31.05.2018 HH senda Alþingi umsögn um þingsályktunartillögu um valfrjálsa bókun við BSSÞ
31.05.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
31.05.2018 Stjórnarfundur HH nr. 14/2018
01.06.2018 Fyrsta fyrirtaka skaðabótamáls HH vegna verðtryggðra neytendalána í Héraðsdómi Reykjavík
01.06.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um ókeypis aðgang að Lögbirtingarblaði og Stjórnartíðindum
01.06.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um afnám húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs til verðtryggingar
01.06.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp til heildarlaga um lagaráð Alþingis
01.06.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um ráðherraábyrgð vegna upplýsingaskyldu ráðherra
01.06.2018 RÚV fjallar um frumvarp til nýrra persónuverndarlaga og minnist á umsögn HH við frumvarpið
06.06.2018 Ráðherra neytendamála ákveður að skipa starfshóp um smálánastarfsemi með aðkomu HH
07.06.2018 Stjórnarfundur HH nr. 15/2018
11.06.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp til laga um nýjan Endurupptökudómstól (Endurupptökudómur)
12.06.2018 Forseta ASÍ sent svarbréf vegna synjunar á beiðni HH um undirtektir við kröfu um rannsóknarskýrslu
12.06.2018 HH senda frá sér fréttatilkynningu með viðvörun til fjárfesta í tilefni af hlutafjárútboði Arion banka
12.06.2018 Formaður HH skrifar grein á visir.is um málaferli við Arion banka og (áfanga)sigur í þeim málaferlum
12.06.2018 Fulltrúar HH í viðtali við fréttaritara frá Süddeutsche Zeitung
12.06.2018 HH beina kvörtun til Neytendastofu yfir vaxtaskilmálum húsnæðislána Frjálsa (nú í eigu Arion banka)
13.06.2018 Fulltrúar HH sækja kynningarfund Íbúðalánasjóðs um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnana
14.06.2018 Stjórnarfundur HH nr. 16/2018
15.06.2018 Fulltrúar HH sækja ráðstefnu við stjórnsýslustofnun HÍ um afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins
18.06.2018 Fulltrúi HH sækir fund á vegum Eflingar um nýja möguleika í aðkomu lífeyrissjóða að leigumarkaði
20.06.2018 Fulltrúi HH sækir málfstofu Seðlabanka Íslands um nýjan mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu
21.06.2018 Grein formanns HH: Ásthildar Lóu Þórsdóttur um ​Sigur gegn Arion banka​ er mest lesin á Visi.is
21.06.2018 Stjórnarfundur HH nr. 17/2018
22.06.2018 Stundin fjallar um svikin loforð um afnám verðtryggingar og vitnar til skoðanakannana á vegum HH
23.06.2018 Styrmir Gunnarsson skrifar grein í Morgunblaðið og segir málflutning HH verðskulda athygli
28.06.2018 Stjórnarfundur HH nr. 18/2018
30.06.2018 Viðskiptablaðið birtir viðtal við Gylfa Arnbjörnsson með gagnrýni á "greiðsluverkfallsaðgerðir" HH
01.07.2018 El País birtir umfjöllun um stöðu efnahagsmála á Íslandi með ívafi um málefni heimilanna
09.07.2018 Stjórnarfundur HH nr. 19/2018 (aukafundur vegna málaferla um vexti áður gengistryggðra lána)
09.07.2018 Stjórn HH samþykkir málshöfðun til MDE (Mannréttindadómsstóls Evrópu) í máli 363/2017
12.07.2018 Stundin vitnar í umsögn HH við þingsályktunartillögu um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við ASEFMR
16.07.2018 HH senda félagsmönnum fréttabréf um niðurstöðu dómsmáls vegna frumrita skuldabréfa
16.07.2018 HH senda frá sér fréttatilkynningu vegna dóms Landsréttar um týnt skuldabréf
16.07.2018 Eyjan.DV.is birtir fréttatilkynningu HH vegna dóms Landsréttar um týnt skuldabréf
17.07.2018 Morgunblaðið fjallar um fréttatilkynningu HH vegna dóms Landsréttar um týnt skuldabréf
17.07.2018 Mbl.is fjallar um fréttatilkynningu HH vegna dóms Landsréttar um týnt skuldabréf
18.07.2018 Fulltrúar HH veita útsendara AFP viðtal um stöðu heimilanna á tíunda árinu frá hruni
19.07.2018 Bændablaðið fjallar um fréttatilkynningu HH vegna dóms Landsréttar um týnt skuldabréf
26.07.2018 Visir.is birtir grein eftir formann HH um vafasama dóma í málum neytenda á fjármálamarkaði
08.08.2018 Süddeutsche Zeitung fjallar um Ísland 10 árum eftir hrun, m.a. með vísan til viðtals við fulltrúa HH
09.08.2018 Stjórnarfundur HH nr. 20/2018
09.08.2018 HH kvarta til Umboðsmanns Alþingis yfir skorti á svörum við erindi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins
14.08.2018 Fulltrúar HH funda með formanni VR um neytendamál
15.08.2018 Framboð formanns HH til Neytendasamtakanna vekur athygli fjölmiðla
16.08.2018 Stjórnarfundur HH nr. 21/2018
20.08.2018 Kjarninn.is birtir grein eftir Þorvald Logason með gagnrýni á meintan "landráðaáróður" HH og fleiri aðila
21.08.2018 HH senda frá sér fréttatilkynningu um nauðungarsölur, gjaldþrotaskipti, árangurslaus fjárnám o.fl.
21.08.2018 Eyjan/DV fjallar um fréttatilkynningu HH um nauðungarsölur, gjaldþrot o.fl. frá hruni
21.08.2018 Formaður HH í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nauðungarsölur, gjaldþrot o.fl. frá hruni
28.08.2018 Fulltrúar HH sækja fund leigjenda samtaka um neyðarástand á leigjendamarkaði
28.08.2018 HH senda áskorun til alþingismanna: Fyrir hverja og hvern ert þú á Alþingi?
29.08.2018 HH senda umsögn í samráðsgátt um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um fasteignalán til neytenda
30.08.2018 Stjórnarfundur HH nr. 23/2018
31.08.2018 Formaður HH skrifar grein á visir.is með harðri ádeilu á ýmsa stjórnmálamenn og embættismenn
02.09.2018 HH senda félagsmönnum fréttabréf septembermánaðar
02.09.2018 Fulltrúar HH veita hollenskum blaðamanni viðtal - Hans Nauta, Trouw.nl
03.09.2018 Fulltúar HH funda með tveimur ráðherrum ríkisstjórnar Íslands vegna kröfu HH um rannsóknarskýrslu
04.09.2018 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík, með áherslu á neytendamál
09.09.2018 AFP birtir grein byggða m.a. á viðtali við fulltrúa HH - "Húsnæðislánið okkar tvöfaldaðist"
10.09.2018 HH berst niðurstaða Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar yfir svarleysi fjármálaráðuneytisins
13.09.2018 Stjórnarfundur HH nr. 24/2018
15.09.2018 Kvennablaðið birtir grein eftir formann HH undir fyrirsögninni ​Ég vil fara í fangelsi!
17.09.2018 Stjórn HH sendir félagsmönnum orðsendingu:
17.09.2018 DV.is fjallar um grein eftir formann HH í Kvennablaðinu undir fyrirsögninni ​Ég vil fara í fangelsi!
17.09.2018 Ólafur Ísleifsson þingmaður mælir fyrir frumvarpi á Alþingi um skorður á verðtryggingu
20.09.2018 Stjórnarfundur HH nr. 25/2018
20.09.2018 Blaðamaður frá Svensk Radio ræðir við fulltrúa stjórnar
24.09.2018 Formaður og varaformaður HH funda með formanni VR
25.09.2018 Stjórnarmenn HH funda með aðgerðarsinna og fulltrúa systrasamtaka frá Írlandi
25.09.2018 Fulltrúar HH sækja opinn fund Pírata um neytendamál
25.09.2018 Formaður HH og formaður VR birta sameiginlega grein á Visir.is með yfirskriftinni "10 ára dómur"
25.09.2018 Formaður HH í símaviðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í tilefni af greininni "10 ára dómur"
25.09.2018 Stjórnarfundur HH nr. 26/2018
28.09.2018 Formaður HH og stjórnarmaður í viðtali hjá Markúsi Þórhallssyni í Hádegisviðtalinu á Útvarpi Sögu
28.09.2018 HH senda umsögn í samráðsgátt um tillögur starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu
29.09.2018 Styrmir Gunnarsson skrifar grein í Morgunblaðið og fjallar m.a. um kröfur HH um rannsóknarskýrslu
29.09.2018 Hollenski fjölmiðillinn Trouw fjallar um Ísland 10 árum eftir hrun, m.a. byggt á viðtali við forystufólk í HH
30.09.2018 Hollenski fjölmiðillinn DeMorgen fjallar um Ísland 10 árum eftir hrun (sama grein og hjá Trouw.nl)
30.09.2018 Eyjan/DV fjallar um gagnrýni formanns HH á viðhorf fjölmiðla gagnvart áhrifum hrunsins á heimilin
02.10.2018 Fyrri hluti heimildamyndarinnar Nýja Ísland frumsýndur á Stöð 2, með viðtölum með félagsmenn HH
03.10.2018 Seinni hluti heimildamyndarinnar Nýja Ísland frumsýndur á Stöð 2, með viðtölum með félagsmenn HH
04.10.2018 Viðtal í kvöldfréttum Stöðvar 2 við stjórnarmann í HH um viðskipti hans við einn af föllnu bönkunum
04.10.2018 Visir.is birtir viðtal við stjórnarmann í HH um viðskipti hans við einn af föllnu bönkunum
04.10.2018 Formaður HH og stjórnarmaður í viðtali hjá Markúsi Þórhallssyni í Hádegisviðtalinu á Útvarpi Sögu (frh.)
04.10.2018 Stjórnarfundur HH nr. 27/2018
04.10.2018 Formaður og varaformaður HH í viðtali í þættinum Þjóðbraut á sjónvarpsstöðinni Hringbraut
05.10.2018 Formaður HH og stjórnarmaður í viðtali í Bítinu á Bylgjunni um upplifun sína af því að missa heimili
05.10.2018 Visir.is birtir viðtal við varastjórnarmann í HH og konu hans um viðskipti þeirra við einn af föllnu bönkunum
05.10.2018 Fulltrúar HH sækja hin ýmsu erindi ráðstefnunnar - Hrunið þið munið? - 10 ár frá hruni (fyrri dagur)
06.10.2018 Fulltrúar HH sækja hin ýmsu erindi ráðstefnunnar - Hrunið þið munið? - 10 ár frá hruni (seinni dagur)
07.10.2018 Fréttatíminn fjallar um skrif Styrmis Gunnarssonar í tilefni 10 ára frá hruni með vísan til baráttu HH m.a.
08.10.2018 Fulltrúar HH funda með þingflokki Flokks fólksins um helstu baráttumál samtakanna
11.10.2018 Morgunblaðið birtir grein eftir Ólaf Ísleifsson um lyklafrumvarp sem var samið af HH og lagt fram á Alþingi
11.10.2018 Formaður HH og stjórnarmaður í viðtali hjá Markúsi Þórhallssyni í Hádegisviðtalinu á Útvarpi Sögu (frh.)
11.10.2018 Stjórnarfundur HH nr. 28/2018
17.10.2018 DV.is fjallar um gagnrýni formanns HH á fjölmiðla og léttvæga umfjöllun um hrunið.
18.10.2018 Visir.is birtir grein eftir formann HH um framboð hennar til formanns í Neytendasamtökunum
18.10.2018 Félagsmálaráðherra leggur fram skýrslubeiðni á Alþingi um stöðu ólíkra hópa 10 árum eftir hrun
18.10.2018 Stjórnarfundur HH nr. 29/2018
25.10.2018 Stjórnarfundur HH nr. 30/2018
28.10.2018 Ragnar Önundarson er gestur í þættinum Silfri Egils og minnist á HH í tengslum við kjarabaráttu launþega
28.10.2018 Tillögur HH kynntar starfshópi um umhverfi smálánafyrirtækja
30.10.2018 Fjölmiðillinn El Faro de Reykjavík birtir grein eftir Elviru Mendez um nauðungarsölur og gjaldþrot á Íslandi
31.10.2018 HH senda félagsmönnum fréttabréf októbermánaðar
31.10.2018 Fréttablaðið birtir grein eftir Ólaf Ísleifsson um lyklafrumvarp sem var samið af HH og lagt fram á Alþingi
31.10.2018 Visir.is birtir grein eftir Ólaf Ísleifsson um lyklafrumvarp sem var samið af HH og lagt fram á Alþingi
01.11.2018 Fulltrúar HH funda með dómsmálaráðherra um nauðungarsölu, meðferð dómstóla á neytendamálum o.fl.
01.11.2018 Stjórnarfundur HH nr. 31/2018
02.11.2018 Fulltrúi HH sækir hádegisverðarfund Lögmannafélags Íslands um Mannréttindasáttmála Evrópu
03.11.2018 Styrmir Gunnarsson skrifar grein í Morgunblaðið og fjallar m.a. um baráttu HH o.fl. í kjölfar hrunsins
05.11.2018 Eyjan fjallar um skrif Styrmis Gunnarssonar í Morgunblaðið með vísan til baráttu HH m.a.
08.11.2018 Stjórnarfundur HH nr. 32/2018
12.11.2018 Fulltrúar HH funda með Umboðsmanni barna um áhrif hrunsins á börn og stöðu barnafjölskyldna
14.11.2018 Ólafur Ísleifsson þingmaður mælir fyrir lyklafrumvarpi HH á Alþingi
14.11.2018 HH senda frá sér fréttatilkynningu um málflutning í skaðabótamáli vegna verðtryggðra neytendalána
15.11.2018 HH senda frá sér fréttatilkynningu um frestun málflutnings í skaðabótamáli vegna verðtryggðra lána
15.11.2018 Vefmiðillinn Miðjan fjallar um frestun málflutnings í skaðabótamáli á vegum HH vegna verðtryggðra lána
15.11.2018 Stjórnarfundur HH nr. 33/2018
22.11.2018 Stjórnarfundur HH nr. 34/2018
22.11.2018 HH kvarta til Umboðsmanns Alþingis yfir sniðgöngu almannasamtaka í tengslum við opinbert samráð
23.11.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga fyrir árið 2019
26.11.2018 Formaður HH ritar grein um valdníðslu embættismanna - birt í Kvennablaðinu
01.12.2018 Styrmir Gunnarsson skrifar grein í Morgunblaðið og minnist enn á ný á baráttu HH o.fl. í kjölfar hrunsins
01.12.2018 Miðjan fjallar um skrif Styrmis Gunnarssonar þar sem enn er vísað til baráttu HH í kjölfar hrunsins m.a.
03.12.2018 HH senda Alþingi umsögn um þingsályktunartillögu um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við ASEFMR
03.12.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp til laga um lagaráð Alþingis
03.12.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp til laga um endurupptökudóm
03.12.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um afnám stimpilgjalda af kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði
03.12.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað (opin gögn)
03.12.2018 HH senda Alþingi umsögn um þingsályktunartillögu um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við BSSÞ
03.12.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um ráðherraábyrgð (upplýsingaskylda ráðherra)
03.12.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um rökstuðning málskostnaðarákvarðana í einkamálum
06.12.2018 Fulltrúar HH funda með Umboðsmanni skuldara um stöðuna í skuldamálum heimilanna o.fl.
06.12.2018 Stjórnarfundur HH nr. 35/2018
10.12.2018 Fulltrúar HH funda með sérfræðingi ANR um innleiðingu á ADR/ODR regluverki ESB/EES
11.12.2018 Fulltrúar HH funda með Drífu Snædal forseta ASÍ um áherslur samtakanna í tengslum við kjaraviðræður
11.12.2018 Fréttatíminn fjallar um skrif Styrmis Gunnarssonar þar sem er vísað til baráttu HH í kjölfar hrunsins m.a.
13.12.2018 Fulltrúar HH funda með meistaranema í lögfræði, vegna lokverkefnis, varðandi verðtryggingarmál HH
13.12.2018 Stjórnarfundur HH nr. 36/2018
13.12.2018 Fréttatíminn fjallar um skrif formanns HH ("Ég ákæri landráðafólkið á Íslandi") ásamt fleiru
13.12.2018 Formaður HH fær birt opið bréf til ríkissaksóknara á Visir.is: "Þú verður að ákæra mig - afbrot var framið!"
14.12.2018 Fulltrúar HH funda með sérfræðingahópi um vísitölu til verðtryggingar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
16.12.2018 Fréttatíminn fjallar um skrif Styrmis Gunnarssonar þar sem er vísað til baráttu HH í kjölfar hrunsins m.a.
17.12.2018 Visir.is greinir frá því að skoðanagrein formanna HH og VR hafi vakið 4. mestu athygli ársins á miðlinum og
grein formanns um sigur gegn Arion banka í 9. sæti yfir mest lesnu greinar ársins á miðlinum.
19.12.2018 HH senda félagsmönnum fréttabréf desembermánaðar: ​Von um réttlæti
20.12.2018 Kæra send á vegum HH til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna meðferðar gengistryggðra neytendalána
21.12.2018 HH birta hátíðaávarp formanns til félagsmanna í fréttabréfi, á heimasíðu og facebook síðu HH
24.12.2018 Fréttatíminn birtir hátíðaávarp formanns HH til félagsmanna
26.12.2018 Kjarninn.is birtir áramótapistil eftir Ólaf Ísleifsson þar sem m.a. er fjallað um lyklafrumvarp hans og HH
27.12.2018 Grein formanns HH - ​Ég vil fara í fangelsi!​ - er næst mest lesna grein ársins hjá Kvennablaðinu
28.12.2018 Umboðsmaður Alþingis lýkur máli vegna sniðgöngu almannasamtaka í opinberu samráði án aðgerða
29.12.2018 Styrmir Gunnarsson skrifar grein í Morgunblaðið og minnist enn á ný á baráttu HH o.fl. í kjölfar hrunsins
01.02.2019 Eldri grein Ásthildar Lóu "Í klóm spillingar" var endurbirt og mest lesin á Vísi.is um áramótin.
02.01.2018 Kæra á vegum HH vegna meðferðar gengistryggðra neytendalána berst til Mannréttindadómstóls Evrópu
03.01.2018 Stjórnarfundur HH nr. 1/2019
07.01.2018 HH senda ábendingar til starfshóps um lækkun þröskulds ungra og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn
07.01.2018 RÚV.is fjallar um kæru á vegum HH til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna gengistryggðra lána
07.01.2018 Eyjan fjallar um kæru á vegum HH til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna gengistryggðra lána
07.01.2018 Fréttatíminn fjallar um kæru á vegum HH til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna gengistryggðra lána
07.01.2018 Mbl.is fjallar um kæru á vegum HH til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna gengistryggðra lána
08.01.2018 Fréttablaðið greinir frá kæru á vegum HH til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna gengistryggðra lána
08.01.2018 Visir.is greinir frá kæru á vegum HH til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna gengistryggðra lána
08.01.2018 Morgunblaðið greinir frá kæru á vegum HH til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna gengistryggðra lána
10.01.2019 Formaður HH í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 1 vegna kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu o.fl.
10.01.2019 Formaður og erindreki HH í viðtali á Útvarpi Sögu um stöðu mála í baráttunni, kæru til MDE o.fl.
10.01.2019 Stjórnarfundur HH nr. 2/2019
14.01.2019 Visir.is birtir opið bréf til ríkissaksóknara frá formanni HH með harðri gagnrýni á réttarvörslukerfið
15.01.2019 Hagsmunasamtök heimilanna birta og senda út fréttatilkynningu í tilefni að 10 ára afmæli samtakanna
15.01.2019 Formaður og varaformaður HH í viðtali í þættinum 21 á Hringbraut vegna 10 ára afmælis samtakanna
15.01.2019 Formaður og varaformaður HH í viðtali í þættinum 21 á Hringbraut vegna 10 ára afmælis samtakanna
15.01.2019 HH senda umsögn í samráðsgátt um Hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fjármálakerfisins
17.01.2019 Stjórnarfundur HH nr. 3/2019
19.01.2019 Formaður HH sækir opinn fund í Valhöll um Hvítbók og framtíðarsýn fjármálakerfis
24.01.2019 Stjórnarfundur HH nr. 4/2019
25.01.2019 Ólafur Ísleifson skrifar grein í Morgunblaðið og fjallar m.a. um lyklafrumvarp HH, verðtryggingu o.fl.
26.01.2019 Formaður HH kynnir baráttumál HH og kröfuna um rannsókn á fundi Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi
28.01.2019 HH senda frá sér fréttatilkynningu um málflutning í skaðabótamáli vegna verðtryggðra neytendalána
28.01.2019 Útvarp Saga birtir frétt á vefsíðu sinni um skaðabótamál HH vegna verðtryggðra neytendalána
29.01.2019 Fréttatíminn birtir fréttatilkynningu HH um skaðabótamál vegna verðtryggðra neytendalána
30.01.2019 Erindreki HH í viðtali í Bítinu á Bylgjunni um skaðabótamál vegna verðtryggðra neytendalána
30.01.2019 Málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í skaðabótamáli vegna verðtryggðra neytendalána á vegum HH
01.02.2019 HH senda umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um áform um sameiningu seðlabanka og fjármálaeftirlits
03.02.2019 HH senda félagsmönnum fréttabréf febrúarmánaðar
04.02.2019 HH senda umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarp um úrskurðarnefndir á sviði neytendamála
05.02.2019 HH halda opinn spjallfund í Suðurhlíðarskóla í Reykjavík
05.02.2019 HH senda umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um áform um lækkun iðgjalds til tryggingasjóðs innstæðna
06.02.2019 Fulltrúi HH mætir á fund Utaríkismálanefndar vegna valfrjálsrar bókunar mannréttindarsáttmála
07.02.2019 Japanskur fjölmiðill tekur viðtal við fulltrúa HH
07.02.2019 Stjórnarfundur HH nr. 5/2019
14.02.2019 Stjórnarfundur HH nr. 6/2019
19.02.2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti birtir skýrslu starfshóps um smálánastarfsemi sem HH áttu fulltrúa í
19.02.2019 HH senda opið bréf til forystumanna verkalýðshreyfingarinnar og ASÍ
19.02.2019 HH senda fréttatilkynningu á fjölmiðla vegna opins bréfs til forystumanna verkalýðshreyfinganna
19.02.2019 Kvennablaðið birtir opið bréf frá HH til launþegahreyfinga í tengslum við kjaraviðræður
19.02.2019 Eyjan/DV fjallar um og birtir opið bréf frá HH til launþegahreyfinga í tengslum við kjaraviðræður
19.02.2019 Fulltrúar HH funda með hluta þingflokks Framsóknarflokksins um tillögur samtakanna að lagabreytingum
20.02.2019 HH senda umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um drög að frumvarpi um breytingar á réttarfarslöggjöf
21.02.2019 Fulltrúar HH funda með fjármála- og efnahagsráðherra í ráðuneyti hans um helstu baráttumál samtakanna
21.02.2019 Stjórnarfundur HH nr. 7/2019
21.02.2019 HH senda umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingu á innheimtulögum með tillögum um úrbætur
26.02.2019 Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019
ÁRSREIKNINGUR 2018
- fyrir aðalfund 26. febrúar 2019
Ársreikningur 2018
Hagsmunasamtök heimilanna
kt. 520209-2120
Ársreikningur 2018

Hagsmunasamtök heimilanna

kt. 520209-2120

Efnisyfirlit:

Áritun bókhaldsstofu.......................................... 3
Áritun stjórnar og skoðunarmanna..................... 4
Rekstrarreikningur............................................. 5
Efnahagsreikningur............................................ 6-7
Skýringar........................................................... 8-9
Sundurliðanir með ársreikningi..........................10-11

Hagsmunasamtök heimilanna 2 Ársreikningur 2018


Áritun bókhaldsstofu

Til stjórnar í Hagsmunasamtökum heimilanna:

Undirritaður hefur aðstoðað við að semja ársreikning fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, vegna ársins 2018.
Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðun, skýringum sem og
samanburð við fyrra ár. Ársreikningurinn er síðan hluti af starfsskýrslu stjórnar til félagsmanna.

Reikningurinn er byggður á bókhaldi samtakanna og öðrum upplýsingum. Ársreikningurinn er í samræmi við


lög, samþykktir samtakanna og góða reikningsskilavenju á Íslandi.
Ársreikningurinn er lagður fram af stjórn samtakanna og á ábyrgð þeirra í samræmi við lög og reglur.

Við ársreikningagerðina var leitast við að leiða fram með glöggum hætti rekstur og efnahag samtakanna og
við þá vinnu voru framkvæmdar þær skoðanir á bókhaldi og uppgjörum fyrri ára sem talið var nauðsynlegt.
Jafnframt var bókhald, staða bankareikninga, uppgjör á ógreiddum kostnaði og launatengdum gjöldum
skoðað í byrjun árs 2019 og stemmt af, til að sannreyna áramótastöður ársreikningsins.

Vísað er í skýringar og sundurliðanir varðandi einstaka liði uppgjörsins.

Framsetning ársreikningsins er í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju og allar upplýsingar sem mér
eru kunnar og ég tel skipta máli koma þar fram.

Hafnarfirði, 21. febr. 2019,

Alþjóðaviðskipti ehf., bókhaldsþjónusta,

Jón Helgi Óskarsson,


viðurkenndur bókari.

Hagsmunasamtök heimilanna 3 Ársreikningur 2018


Áritun stjórnar og skoðunarmanna

Undirritun stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna

Kjörnir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna, tímabilið 20. febrúar 2018 til 26. febrúar 2019, staðfesta
hér með ársreikning samtakanna fyrir árið 2018, með undirritun sinni.
Vísað er til skýrslu stjórnar um liðið starfsár, sem fylgir með ársreikningi þessum til aðalfundar.

Hafnarfirði, 21. febr. 2019,


í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna starfsárið 2018 til 2019:

Ásthildur Lóa Þórsdóttir,


formaður,

Vilhjálmur Bjarnason,
varaformaður,

Guðrún Bryndís Harðardóttir,


gjaldkeri,

Einar Valur Ingimundarson,


ritari,

Hafþór Ólafsson,
meðstjórnandi,

Sigríður Örlygsdóttir,
meðstjórnandi,

(Sigurbjörn Vopni Björnsson, BR. SKV. FUNDARG.


GUÐRÚN INDRIÐADÓTTIR
meðstjórnandi).

Undirritun kjörinna skoðunarmanna Hagsmunasamtaka heimilanna

Skoðunarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna, undirrita hér með án athugasemda ársreikning samtakanna


fyrir rekstrarárið 2018.

Hafnarfirði, 21. febr. 2019,

Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir, Sólveig Sigurgeirsdóttir,


skoðunarmaður, skoðunarmaður.

Hagsmunasamtök heimilanna 4 Ársreikningur 2018


Rekstrarreikningur

Skýr. 2018 2017

Tekjur:
Félagsgjöld ............................................................................................... 7 7.909.924 14.137.300
Framlög og styrkir .................................................................................... 8 1.830.500 610.000
Sérstök fjáröflun ....................................................................................... 9 2.909.000 3.067.530
Málskostnaðarstyrkir ................................................................................ 10 298.000 58.000
Tekjur af útseldri þjónustu ....................................................................... 11 186.000 31.000
Aðrar tekjur .............................................................................................. 12 471.290 0
13.604.714 17.903.830

Gjöld:
Aðkeypt vinna til endursölu ..................................................................... 13 93.000 15.500
Aðkeypt vinna vegna fjáröflunar .............................................................. 14 240.554 1.517.119
Þjónustugjöld banka og kortafyrirtækis vegna fjáröflunar ........................ 254.256 190.756
Annar kostnaður v/fjáröflunar .................................................................. 13.250 1.080
Bankakostnaður v/innheimtu félagsgjalda ................................................ 556.611 1.073.390
Annar kostnaður v/innheimtu félagsgjalda ............................................... 0 0
Laun og launatengd gjöld ......................................................................... 6/17 6.184.158 6.771.131
Málskostnaðarstyrkir ................................................................................ 16 300.000 0
Lögfræðikostnaður ................................................................................... 18 4.527.100 692.320
Þýðingar ................................................................................................... 0 143.766
Auglýsingar .............................................................................................. 676.344 1.452.040
Húsaleiga .................................................................................................. 564.000 564.000
Kannanir og rannsóknir ............................................................................ 0 0
Árgjöld til samstarfsfélaga ....................................................................... 15 25.000 25.000
Annar rekstrarkostnaður ........................................................................... 19 922.178 744.162
14.356.451 13.190.264

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld):
Vaxtatekjur og aðrar fjármunatekjur ........................................................ 300.060 328.775
Vaxtagjöld og önnur fjármagnsgjöld ........................................................ 20 ( 8.923) ( 15.350)
291.137 313.425

Skattar- og gjöld:
Álagður fjármagnstekjuskattur v/vaxta fyrra árs ...................................... 5 ( 65.755) ( 86.708)
Uppgjör eldri fjármagnstekjuskatts v/vaxta .............................................. 5 0 ( 2.336)

Rekstrarafgangur (tap) ársins ........................................................................ ( 526.355) 4.937.947

Hagsmunasamtök heimilanna 5 Ársreikningur 2018


Efnahagsreikningur

Skýr. 2018 2017

Eignir

Veltufjármunir:

Fyrirframgreiddur fjármagnstekjuskattur ................................................. 5 65.997 65.735


Útistandandi kröfur og aðrar skammtímakröfur ....................................... 3/5 1.968 1.033.558
Bankainnstæður í árslok ........................................................................... 4/21 13.554.219 13.818.959
Veltufjármunir alls 13.622.184 14.918.252

Eignir samtals ................................................................................................... 13.622.184 14.918.252

Hagsmunasamtök heimilanna 6 Ársreikningur 2018


pr. 31. desember

Skýr. 2018 2017

Skuldir og handbært fé

Handbært fé:
Óráðstafað handbært fé félagssjóðs ......................................................... 10.967.629 10.815.307
Óráðstafað handbært fé málskostnaðarsjóðs ............................................ 4 150.125 2.244.067
Óráðstafað handbært fé fjáröflunarsjóðs .................................................. 4 2.140.532 725.267
Annað óráðstafað handbært fé .................................................................. 4 0 0
Óráðstafað handbært fé alls 13.258.286 13.784.641

Skammtímaskuldir:
Ógreiddur kostnaður ................................................................................. 200.352 602.716
Ógreidd laun og launatengd gjöld ............................................................ 6/17 163.526 530.895
Aðrar skammtímaskuldir .......................................................................... 5 20 0
Skammtímaskuldir alls 363.898 1.133.611

Skuldir alls ......................................................................................................... 363.898 1.133.611

Skuldir og óráðstafað handbært fé samtals ................................................... 13.622.184 14.918.252

Hagsmunasamtök heimilanna 7 Ársreikningur 2018


Skýringar

Reikningsskilaaðgerðir
1. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju.
Einstakir liðir rekstrar og efnahags eru sundurliðaðir hér fyrir aftan en aðrar reikningsskilaaðferðir sem snerta
einstök efnisatriði ársreikningsins eru tilgreindar í skýringum hér á eftir:

Fastafjármunir og áhættufjármunir
2. Félagið á enga varanlega rekstrarfjármuni í árslok 2018.

Skammtímakröfur
3. Meðal skammtímakrafna í árslok er að finna kröfu vegna fyrirframgreiðslu skatta, en þar er einnig að finna
útistandandi greiðslu frá Korta vegna fjáröflunar.

Handbært fé
4. Greining á handbæru fé: Heildar óráðstafað handbært fé í árslok 2018 nemur kr. 13258286.

Óráðstafað Samanburður
handbært fé við fyrra ár
Óráðstafað handbært fé, yfirfært f.f. ári ........... 13.784.641 8.846.694
Rekstrarafgangur (tap) ársins ........................... -526.355 4.937.947
13.258.286 13.784.641

Þar af greinist fjáröflunarreikningur með eftirfandi hætti


Sundurliðun Fyrra ár
Staða fjáröflunar, yfirfærð frá fyrra ári ............ 734.585 0
Innborganir frá styrktaraðilum ......................... 2.909.000 3.067.530
Útistandandi krafa á kortahirði ........................ -1.968 0
Posaleiga .......................................................... -32.952 -21.803
Skuld við félagssjóð v.posaleigu ...................... 32.952 8.238
Bankakostnaður v.innheimtu ........................... -217.032 -159.479
Þóknun og kostnaður kortafyrirtækis ............... -4.272 -9.474
Þóknun vegna útvegun styrktaraðila ................ 0 -1.517.119
Aðkeypt bókhalds- og skrifstofuvinna ............. -240.554 0
Annar kostnaður ............................................... -13.250 -1.080
Aðrar skuldir við félagssjóð ............................. 13.250 1.080
Lögfræðikostn. v/Hæstaréttarmál 636/2017 ..... -715.100 -642.320
Veittir málsóknarstyrkir ................................... -300.000 0
Innvextir 37.719 11.259
Greiddur fjármagnstekjuskattur -8.294 -2.247
2.194.084 734.585
Óuppgert við félagssjóð v.posaleiga ................ -41.190 -8.238
Annað óuppgert við félagssjóð ......................... -14.330 -1.080
Útistandandi krafa ............................................ 1.968 0
Óráðstafað fé fjáröflunarsjós: 2.140.532 725.267

Þar af greinist málskostnaðarsjóður með eftirfarandi hætti:


Sundurliðun Fyrra ár
Málskostnaðarsjóður, yfirfært frá fyrra ári ...... 2.244.067 3.168.422
Framlag úr félagssjóði ..................................... 400.000 0
Innborgaðir styrkir ........................................... 298.000 58.000
Innb. frá félagssjóði v/gr.kostn.f.f.ári ............... 0 0
Endurgreidd skuld við félagssjóð f.f.ári ........... 0 0
Innvextir bankareiknings ................................. 25.709 84.551
Greiddur fjármagnstekjuskattur ....................... -5.651 -16.906
Greiddur lögfræðikostnaður ............................. -2.812.000 -1.050.000
Staða málskostnaðarsjóðs skv. banka í árslok: 150.125 2.244.067
Óuppgert við félagssjóð v.útl. málskostn. ........ 0 0
Óráðstafað fé málskostnaðarsjóðs: 150.125 2.244.067

Hagsmunasamtök heimilanna 8 Ársreikningur 2018


Skýringar

Skattamál
5. Fyrirframgreiddur fjármagnstekjuskattur kr. 65997, mun ganga upp í álagningu skattsins pr. 1. okt. 2019.
Í árslok 2018, eru kr. 20 ógreiddar vegna álagðs fjármagnstekjuskatts vegna 2017.

Starfsmannamál
6. Tveir starfsmenn voru á launaskrá hjá samtökunum á árinu í 30% og 50% starfshlutföllum, auk viðbótarvinnu.
Samtals fjöldi greiddra vinnustunda á árinu jafngilti 0,73 stöðugildi (0,85 árið áður).
Stjórnarstörf eru ólaunuð samanber 9. grein samþykkta samtakanna.
Um laun og launatengd gjöld vísast að öðru leyti til sundurliðana með ársreikningi.

Hagsmunasamtök heimilanna 9 Ársreikningur 2018


Sundurliðanir með ársreikningi

Skýr. 2018 2017

7. Félagsgjöld:
Félagsgjöld, 2018 @3.500 (2042/0 greiðslur) .......................................... 7.147.000 0
Félagsgjöld, 2018, hlutagreiðslur ............................................................. 24 0
Félagsgjöld, 2017 @3.500 (183/1835, alls 2018 greiðslur) ...................... 640.500 6.422.500
Félagsgjöld, 2016 @3.500 (0/2149, alls 2149 greiðslur) .......................... 0 7.521.500
Félagsgjöld, 2015 og eldri @2.400 (51/82 greiðslur) ............................... 122.400 196.800
Félagsgjöld, eldri @1.800 (0/0 greiðslur) ................................................. 0 0
Endurgreidd og afskrifuð félagsgjöld ....................................................... 0 ( 3.500)
Félagsgjöld alls: 7.909.924 14.137.300

8. Framlög og styrkir:
Framlög frá einstaklingum ....................................................................... 20.500 110.000
Framlög frá ríkissjóði ............................................................................... 1.500.000 500.000
Framlög frá sveitarfélögum ...................................................................... 0 0
Framlög frá stéttarfélögum ....................................................................... 300.000 0
Framlög frá öðrum aðilum (lögaðilum) .................................................... 10.000 0
Framlög og styrkir alls: 1.830.500 610.000

9. Sérstök fjáröflun (bakhjarlar HH):


Fjáröflun frá einstaklingum ...................................................................... 2.612.000 2.562.530
Fjáröflun frá lögaðilum ............................................................................ 45.000 116.000
Fjáröflun með boðgreiðslum .................................................................... 252.000 389.000
Fjáröflun alls: 4 2.909.000 3.067.530

10. Málskostnaðarstyrkir:
Málskostnaðarstyrkir frá einstaklingum ................................................... 298.000 58.000
Málskostnaðarstyrkir frá öðrum ............................................................... 0 0
Málskostnaðarstyrkir alls: 4 298.000 58.000

11. Tekjur af útseldri þjónustu:


Þjónustutekjur vegna endurútreikninga .................................................... 186.000 31.000
Tekjur af útseldri þjónustu alls: 186.000 31.000

12. Aðrar tekjur:


Niðurfelldar eldri skuldir við lánardrottna ................................................ 471.290 0
Aðrar tekjur alls: 471.290 0

13. Aðkeypt vinna til endursölu:


Aðkeypt vinna án vsk ............................................................................... 93.000 15.500
Aðkeypt vinna til endursölu alls: 93.000 15.500

14. Aðkeypt vinna vegna fjáröflun:


Aðkeypt vinna við fjáröflun án vsk ...................................................................... 0 1.517.119
Aðkeypt skrifstofuvinna v.fjáröflun ...................................................................... 213.894 0
Aðkeypt bókhaldsvinna við fjáröflun ................................................................... 26.660 0
Aðkeypt vinna við fjáröflun alls: 240.554 1.517.119

15. Árgjöld til samstarfsaðila:


Árgjald til EAPN ...................................................................................... 25.000 25.000
Árgjöld til samstarfsaðila alls: 25.000 25.000

16. Málskostnaðarstyrkir vegna félagsmanna:


Styrkir út fjáröflunarsjóði til félagsmanna: .............................................. 300.000 0
Styrkir úr fjáröflunarsjóði alls: 300.000 0

Hagsmunasamtök heimilanna 10 Ársreikningur 2018


Sundurliðanir með ársreikningi

Skýr. 2018 2017

17. Laun og launatengd gjöld:


Laun ......................................................................................................... 5.108.050 5.705.365
Launatengd gjöld og annar starfsmannakostnaður ................................... 1.076.108 1.065.766
Laun og launatengd gjöld alls: 6 6.184.158 6.771.131

18. Lögfræðikostnaður:
Lögfræðikostnaður greiddur úr málskostnaðarsjóði ................................. 3.812.000 50.000
Lögfræðikostnaður greiddur úr fjáröflunarsjóði ....................................... 715.100 642.320
Lögfræðikostnaður alls: 4.527.100 692.320

19. Annar rekstrarkostnaður:


Gjaldfærð áhöld og tæki ........................................................................... 0 11.950
Aðkeyptur akstur og annar bifreiðakostnaður .......................................... 12.137 0
Símakostnaður .......................................................................................... 28.852 31.150
Burðargjöld .............................................................................................. 21.195 9.100
Pappír, prentun og ritföng ........................................................................ 53.682 50.275
Ferðakostnaður ......................................................................................... 0 0
Þjónusta og rekstur tölvukerfis og heimasíðu ........................................... 53.410 77.368
Neytendatorg, vinna við hönnun vefsíðu .................................................. 266.600 0
Bókhaldsaðstoð, reikningsskil og uppgjör ................................................ 304.486 331.168
Fundir og félagsstarf, þ.m.t. fréttabréf ...................................................... 181.816 233.151
Félagsstarf og annar rekstrarkostnaður alls: 922.178 744.162

20. Vextir og fjármagnsgjöld:


Ýmis vaxtagjöld ....................................................................................... ( 3.973) ( 10.510)
Þjónustugjöld banka og greiðslukorta ...................................................... ( 4.950) ( 4.840)
Vextir og önnur fjármagnsgjöld alls: ( 8.923) ( 15.350)

21. Handbært fé:


Bankareikningar félagssjóðs hjá Sparisjóði S-Þingeyinga ........................ 11.210.010 10.840.307
Fjáröflunarreikningur hjá Sparisjóði S-Þingeyinga .................................. 4 2.194.084 734.585
Málskostnaðarreikningur hjá Sparisjóði S-Þingeyinga ............................. 4 150.125 2.244.067
Handbært fé alls: 13.554.219 13.818.959

Hagsmunasamtök heimilanna 11 Ársreikningur 2018


SAMÞYKKTIR 2018
- fyrir aðalfund 26. febrúar 2019

Eftirfarandi samþykktir voru samþykktar með breytingum á aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna 27. apríl.
2010, 31. maí 2012, 15. maí 2014, 21. maí 2015, 30. maí 2017 og 20. febrúar 2018. Þær eiga uppruna sinn að
rekja til stofnsamþykkta samtakanna frá 15. janúar 2009 með þeim breytingum sem samþykktar voru á
aðalfundi 2009.
1. gr. Heiti, varnarþing og félagssvæði

● Samtökin heita Hagsmunasamtök heimilanna, skammstafað HH.


● Heimili samtakanna, skrifstofa og varnarþing er í Reykjavík.
● Félagssvæði samtakanna nær til alls landsins.

2. gr. Forsendur

● Samtökin eru frjáls og óháð stjórnmálaflokkum og öðrum hagsmunaaðilum.


● Samtökin starfa á lýðræðislegum grunni með það að leiðarljósi að félagar hafi jafnan rétt til
áhrifa.

3. gr. Tilgangur

● Samtökin eru vettvangur fyrir fólkið í landinu til að verja og bæta hagsmuni heimilanna í
landinu.
● Samtökin eru málsvari og talsmaður félagsmanna í umræðu um hagsmuni heimilanna til
skemmri og lengri tíma.

4. gr. Markmið

● Markmið samtakanna er að beita sér fyrir lagabreytingum og / eða lagasetningum til varnar
og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.
● Markmið samtakanna er að stuðla að leiðréttingu veðlána heimilanna vegna forsendubrests,
jafna ábyrgð milli lántaka og lánveitenda, bæta réttarstöðu neytenda í lánaviðskiptum og
stuðla að réttlátum og sanngjörnum lánskjörum fyrir neytendur.
● Markmið samtakanna er að efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt.
● Samtökin vinna að tilgangi sínum og markmiðum eftir öllum lögmætum leiðum og með
réttmætum samtakamætti.

5. gr. Aðild og úrsögn

● Aðild að samtökunum er einstaklingsbundin og miðast við að lágmarki 18 ára aldur.


● Umsókn um aðild skal vera skrifleg, til dæmis með rafrænni skráningu á heimasíðu
samtakanna, fyllt út á félagsfundi og/eða með öðrum skriflegum sannanlegum hætti. Sama á
við um úrsögn úr samtökunum.

6. gr. Aðalfundur

● Starfsár og reikningsár félagsins er almanaksárið.


● Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum samtakanna. Aðalfund skal halda fyrir lok
febrúarmánaðar ár hvert. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir félagsmenn samtakanna. Boða skal
til aðalfundar með tölvupósti og opinberri tilkynningu á heimasíðu samtakanna,
www.heimilin.is, með minnst 14 daga fyrirvara. Fundargögn skulu vera aðgengileg
félagsmönnum minnst 3 dögum fyrir fund. Stjórn er heimilt að verða við óskum félagsmanna
um fundarboðun með pósti greiði viðkomandi félagsmaður sendingarkostnað sem hlýst af
fundarboðun.
● Framboð til stjórnar skal berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Hafi ekki borist nægur
fjöldi framboða innan þess frests skal fundarstjóri óska eftir framboðum á aðalfundi.
● Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnar
5. Kosning varamanna
6. Kosning skoðunarmanna
7. Önnur mál
● Aðalfundur telst löglegur sé rétt til hans boðað. Stjórn er heimilt að bjóða öðrum áheyrn með
fundarsetu.
● Á aðalfundi skal stjórn gefa skýrslu ársins um starf og árangur samtakanna.
● Ársreikning skal staðfesta með áritun meirihluta aðalstjórnar að minnsta kosti. Formaður og
gjaldkeri skulu ávallt staðfesta ársreikning með áritun sinni. Ársreikning skal leggja fyrir á
aðalfundi.
● Heimilt er að halda fundi með rafrænum hætti. Þá er heimilt að atkvæðagreiðsla fari fram
með rafrænum hætti.
● Stjórn er heimilt að boða til aukaaðalfundar ef fyrir liggja brýn málefni sem ekki geta beðið
reglulegs aðalfundar, eða ef 20% félagsmanna fara fram á slíka boðun með tillögu um
dagskrá.

7. gr. Almennir félagsfundir og vinnufundir

● Félagsfundir skulu haldnir svo oft sem stjórn samtakanna telur ástæðu til. Boða skal til
félagsfundar með að lágmarki þriggja daga fyrirvara.
● Stjórn skal ætíð boða til félagsfundar innan 14 daga komi fram ósk um það frá meirihluta
stjórnarmanna eða 20% félagsmanna.
● Vinnufundir skulu kynntir á heimasíðu félagsins.

8. gr. Afgreiðsla mála

● Á aðalfundum og öðrum félagsfundum ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða nema


annað sé tekið fram í samþykktum þessum. Komi fram ósk um skriflega atkvæðagreiðslu skal
orðið við því.
● Heimilt er að atkvæðagreiðsla fari fram með rafrænum hætti. Þá er heimilt að hafa opið fyrir
atkvæðagreiðslu í allt að þrjá daga frá lokum fundar.
● Heimilt er stjórn að efna til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um málefni án þess að fyrst
hafi verið boðað til fundar nema samþykktir kveði á um annað.

9. gr. Stjórn

● Stjórn samtakanna skal skipuð minnst 10 en mest 14 manns, þar af 7 aðalmönnum og 3-7
varamönnum, sem kosnir skulu á aðalfundi samtakanna. Stjórnin kýs sér formann,
varaformann, ritara og gjaldkera á fyrsta stjórnarfundi að loknum aðalfundi. Firma félagsins
ritar meirihluti stjórnar.
● Stjórnarstörf eru ólaunuð, svo og þau verkefni sem stjórnarmenn taka að sér fyrir samtökin.
Þó er heimilt að greiða fyrir útlagðan kostnað sem til fellur vegna rekstrar samtakanna.
● Stjórnin skal koma saman til fundar að minnsta kosti mánaðarlega og skal hún halda
fundargerðir. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir
þörf og skylt er honum að boða til fundar í stjórninni þegar tveir stjórnarmenn óska þess.
● Stjórnarmenn skulu boða forföll, komist þeir ekki á stjórnarfund. Nú sækir aðalmaður ekki
stjórnarfundi um tveggja mánaða skeið. Fyrirgerir hann sér þá sæti sínu í stjórn, nema um
lögmæta ástæðu sé að ræða, tekur sæti síðasta manns í varastjórn og fyrsti varamaður tekur
sæti í stjórn í hans stað.

10. gr. Verkefni stjórnar

● Stjórn samtakanna fer með æðsta vald í málefnum þeirra milli aðalfunda. Hún undirbýr
aðalfund og aðra félagsfundi. Formaður boðar til stjórnarfunda með sannanlegum hætti.
Stjórnarfundir eru lögmætir ef mættur er meirihluti stjórnarmanna.
● Við afgreiðslu mála á stjórnarfundum fer hver stjórnarmaður með eitt atkvæði og ræður
einfaldur meirihluti atkvæða. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns fundarins.
Varamaður hefur aðeins tillögurétt á stjórnarfundi nema hann leysi af stjórnarmann.
● Stjórn semur stefnuskrá hvers starfsárs. Stjórn skal hafa yfirumsjón með daglegri starfsemi
samtakanna eða ræður sérstakan aðila til þess og til sértækra verkefna.
● Stjórn setur nefndum samtakanna reglur þar sem fram kemur hlutverk nefndanna.
● Fastráðnir starfsmenn samtakanna skulu ekki samhliða gegna trúnaðarstörfum fyrir
stjórnmálasamtök.
● Í samþykktum þessum eru stjórnmálasamtök skilgreind sem flokkar eða samtök sem bjóða
fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Trúnaðarstörf fyrir stjórnmálasamtök eru
störf í stjórnum, ráðum og nefndum og önnur sambærileg störf á vegum eða í þágu
stjórnmálasamtaka. Formlegir talsmenn stjórnmálasamtaka, frambjóðendur þeirra,
starfsmenn og kjörnir fulltrúar teljast einnig gegna trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálasamtök.

11. gr. Staðbundnar deildir og nefndir

● Félagsmönnum er heimilt að stofna staðbundnar deildir sem starfa sjálfstætt á ákveðnum


svæðum landsins, en þó eftir samþykktum og stefnuskrá samtakanna.
● Innan samtakanna starfa málefnanefndir sem annast upplýsingaöflun, greiningu, úrvinnslu og
málefnauppbyggingu einstakra málefna samkvæmt stefnuskrá.
● Stjórn skipar formenn nefnda.
● Stjórn hefur heimild til að skipta út formönnum nefnda ef þurfa þykir.
● Aðeins félagsmenn geta verið nefndarmenn. Nefndarmönnum er þó heimilt að leita sér
sérfræðiaðstoðar og álits utan samtakanna.
● Nefndarstörf eru ólaunuð.

12. gr. Fjármál

● Stjórn ber fram tillögur um félagsgjöld til samþykktar á aðalfundi.


● Gjaldkera er heimilt með fyrirfram samþykki stjórnar að endurgreiða stjórnarmönnum eða
nefndarmönnum sannanlega útlagðan kostnað vegna sérstakra verkefna í þágu félagsins.
● Stjórn er heimilt að stofna til kostnaðar innan fjárhagsramma samtakanna vegna daglegs
reksturs, fundahalda og aðkeyptrar sérfræðiaðstoðar.
● Samtökunum er heimilt að taka við frjálsum fjárframlögum frá öðrum en stjórnmálaflokkum /
hreyfingum og fjármálastofnunum. Fjárframlög veita fjárveitanda ekki rétt til ítaka eða áhrifa í
samtökunum. Samtökunum er heimilt að sækja um styrki í opinbera sjóði.
● Berist samtökunum frjáls fjárframlög er stjórn heimilt, innan fjárframlaga, að stofna til
kostnaðar vegna húsnæðisleigu vegna aðalfunda og almennra félagsfunda og aðkeyptrar
sérfræðiaðstoðar, þjónustu eða vöru.
● Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn úr hópi félagsmanna.

13. gr. Breytingar

● Samþykktum þessum verður ekki breytt nema breytingatillaga hafi verið rædd á aðalfundi og
að minnsta kosti 2/3 fundarmanna séu samþykkir tillögunni. Fyrirhuguð breyting skal kynnt í
fundarboði og liggja fyrir í fundargögnum.

14. gr. Slit

● Samtökunum verður aðeins slitið með samþykki eftir umræðu á löglega boðuðum aðalfundi.
● Geta skal sérstaklega tillögu um félagsslit í fundarboði. Tillagan telst samþykkt, ef 2/3 hlutar
fullgildra félagsmanna eru á aðalfundi og 2/3 fundarmanna greiða tillögunni atkvæði sitt. Ef
ekki eru nægilega margir félagsmenn á fundinum, skal boða til aukaaðalfundar innan
mánaðar. Við boðun þess fundar skal þess sérstaklega getið, að fyrir fundinum muni liggja
tillaga um félagsslit. Á aukaaðalfundi þarf tillagan stuðning 4/5 hluta atkvæðisbærra mættra
félaga til að hljóta samþykki óháð mætingu.
● Heimilt er að atkvæðagreiðsla fari fram með rafrænum hætti.
● Verði samtökin lögð niður, skal eignum þeirra ráðstafað til líknarstarfa.

Athugasemdir:

Samþykktir þessar voru lagðar fyrir á stofnfundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 15. janúar 2009
og þar lagt í hendur stjórnar að útfæra frekar og þær samþykktar af stjórn þann 4. febrúar 2009. Á
öðrum aðalfundi samtakanna, 27. apríl 2010 voru samþykktar breytingar á 4. grein (Markmið) og 6.
grein (Aðalfundur). Á fjórða aðalfundi samtakanna 31. maí 2012 voru samþykktar breytingar á 9.
grein (Stjórn) og 10. grein (Verkefni stjórnar). Á sjötta aðalfundi samtakanna 15. maí 2014 voru
samþykktar breytingar á 9. grein (Stjórn). Á sjöunda aðalfundi samtakanna 21. maí 2015 var
samþykkt að bæta nýrri málsgrein við 6. gr. (Aðalfundur). Á níunda aðalfundi samtakanna 20. maí
2017 var samþykkt breyting á 6. gr. (Aðalfundur). Á tíunda aðalfundi samtakanna 20. febrúar 2018
voru samþykktar breytingar á 9. grein (Stjórn). Samþykktirnar hafa verið uppfærðar til samræmis við
þessar breytingar.

You might also like