You are on page 1of 1

Um lánshæfismat Creditinfo

Lánshæfismat Creditinfo er tölfræðilíkan sem metur líkur á greiðslufalli og skráningu á VOG vanskilaskrá næstu
tólf mánuði. Áhættuflokkar eru birtir á kvarðanum A-E, þar sem í A eru hlutfallslega minnstar líkur á greiðslufalli
en E mestar líkur á greiðslufalli. Innan hvers lánshæfisflokks eru kvarðar frá 1-3 sem sýnir stöðu innan
áhættuflokks.

Allir einstaklingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili á Íslandi og enga virka skráningu á VOG vanskilaskrá fá
reiknað og birt Iánshæfismat.
Lánshæfismatið er uppfært daglega. Allar forsendur eru endurreiknaðar í sjálfvirkri uppfærslu sem eftir
atvikum endurspeglast í breyttu eða óbreyttu lánshæfismati. Einnig framkvæmir Creditinfo reglulegar
uppfærslur á matinu í heild, þannig getur vægi einstakra þátta sem liggja til grundvallar lánshæfismatinu eftir
atvikum minnkað eða aukist.

Creditinfo veiti ekki nánari upplýsingar um framkvæmd eða útreikninga Iánshæfsimats.


Samkvæmt lögum nr. 33/2013 um neytendalán er Iánveitendum skylt að meta lánshæfi umsækjenda áður
en lánasamningur er gerður. Lánveitendur og önnur fyrirtæki sem stunda reikningsviðskipti nota m.a.
Iánhæfismatið til að meta útlánaáhættu, s.s við mat á úttektarheimildum og fjárhæðum útlána.
Ákvörðun um að veita tilteknum umsækjanda lán eða fyrirgreiðslu er alfarið í höndum þeirra fyrirtækja sem
stunda láns- eða reikningsviðskipti. Þau ákvarða jafnframt vaxtakjör, fjárhæðir útlána og úttektarheimildir sem
byggja á þeirra útlánareglum.

Uppflettingar í skrám Creditinfo eru eingöngu heimilar viðskiptavinum Creditinfo sem undirritað hafa
áskriftarsamning með ströngum skilyrðum er varða öflun, notkun og meðferð gagna.
Uppflettingar og notkun Iánshæfismats þarf að byggja upplýstu samþykki þess einstkalings sem í hlut á.
Upplýst samþykki getur ýmist verið undirritað skjal eða rafrænt samþykki.

Lánshæfismat Creditinfo er byggt á öllum þeim gögnum sem félagið hefur aðgang að og er heimilt að nota
við gerð Iánshæfismats.

Helstu áhrifaþættir í lánshæfismati:


• Vanskilaupplýsingar
• Tengsl við fyrirtæki
• Upplýsingar úr skattskrá
• Lýðfræðiupplýsingar, s.s. aldur, búseta og hjúskaparstaða
• Válisti RSK

Áhrifaþættir í þínu lánshæfismati

Fyrrum og fyrirhugaðar skráningar á vanskilaskrá g e t a haft n e i k v æ ð áhrif á lánshæfismat.


N e i k v æ ð áhrif fyrrum skráninga minnka eftir því sem frá líður dagsetningu skráninga en g e t a haft
áhrif í allt að fjögur ár frá dagsetningu skráningar.

Eftirfarandi hefur n e i k v æ ð áhrif á þitt lánshæfsimat

Dagsetning skráningar Tegund Málsnúmer - Kröfuhafi

Aðrir og minni áhrifaþættir eru upplýsingar úr skattskrá og lýðfræðiupplýsingar, s.s. aldur, b ú s e t a


og hjúskaparstaða sem ýmist h a f a j á k v æ ð e ð a n e i k v æ ð áhrif á lánshæfismat.

Creditinfo Lánstraust hf. 2019

You might also like